Tíu Palestínumenn féllu í átökum í dag

Særður Palestínumaður fluttur á sjúkrahús eftir átökin á Vesturbakkanum.
Særður Palestínumaður fluttur á sjúkrahús eftir átökin á Vesturbakkanum. Reuters

Tíu Palestínumenn féllu í átökum í dag, þar af fjórir - allt óbreyttir borgarar - fyrir kúlum ísraelskra hermanna sem réðust inn á grænmetismarkað á Vesturbakkanum og handtóku fjóra flóttamenn.

Til harðra átaka kom milli Ísraelanna og vopnaðra Palestínumanna í fyrsta sinn síðan leiðtogar beggja aðila féllust á aðgerðir til að draga úr spennu.

Sex Palestínumenn féllu í átökum vopnaðra manna úr liði Hamas annarsvegar og Fatah hinsvegar á Gazasvæðinu.

Tuttugu manns særðust í átökunum á Vesturbakkanum, og tugir á Gaza.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, baðst afsökunar á því að óbreyttir borgarar hafi fallið, en sagði að aðgerðirnar á Vesturbakkanum hafi miðað að því að vernda ísraelska borgara fyrir hryðjuverkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert