Margaret Chan, nýr yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO og sérfræðingur í fuglaflensu, varaði við því í morgun að fuglaflensa væri enn alþjóðleg ógn. Benti hún á að fréttir af nýjum tilfellum fuglaflensu hefðu verið að berast að undanförnu eftir nokkurt hlé og sagði hættuna sérlega mikla í fátækustu ríkjum heims. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Segir hún stofnunina hafa sérstakar áhyggjur af fuglaflensutilfelli sem komið hafi upp í Víetnam en það er fyrsta tilfellið sem greinist þar í landi í tæpt ár. Þá hótaði hún þeim ríkjum sem ekki fara að þeim reglum sem settar hafa verið til að reyna að hindra útbreiðslu veikinnar, hörðum viðurlögum.
Chan kvaðst jafnframt telja að kínverskur uppruni hennar muni auðvelda henni samskipti við kínversk yfirvöld í málinu H5N1-veiran sem veldur fuglaflensu kom fyrst upp þar í landi og hafa kínversk yfirvöld verið sökuð um að bregðast ekki rétt við er hennar varð fyrst vart. „Ég tel að af öllum muni ég verða í hvað bestri aðstöðu til að eiga við kínversk yfirvöld sagði hún.