Íranskur karlmaður hefur farið fram á skilnað við eiginkonu sína á þeim forsendum að hún hafi eitt sinn verið karlmaður sem hafði farið í kynskiptiaðgerð. Eiginmaðurinn, Farhad, heldur því fram að hann hefði fyrst komist að þessu eftir að hann giftist eiginkonu sinni, Minu. Í fjögur ár hafi hann „reynt að lifa með þessu“.
Fram kemur í írönskum fjölmiðlum að Farhad hafi orðið reiðst mjög yfir því þegar eiginkonan hugðist krefjast heimanmundar síns fyrir dómstólum. Það hafi í raun verið kornið sem fyllti mælinn og því sóttist hann eftir því að hjónabandið verði ógilt.
„Ég spurðist fyrir og komst að því að hjónabanda okkar er ógilt,“ sagði hann.
Mina segist ekki vilja skilja við Farhad en krefst heimanmundarins, sem metinn er á um 300.000 kr.
Samkvæmt írönskum lögum er leyfilegt fyrir fólk að fara í kynskiptiaðgerð og breyta útliti sínu með lögmætum hætti. En viðmót samfélagsins er hinsvegar fjandsamlegt gagnvart kynskiptingum.