Samverkamenn Saddams Husseins verða líflátnir í vikunni

Awad al-Bandarer fyrrum yfirdómari í Írak undir stjórn Saddams Husseins.
Awad al-Bandarer fyrrum yfirdómari í Írak undir stjórn Saddams Husseins. Reuters

Ríkisstjórn Íraks segir að tveir háttsettir samstarfsmenn Saddams Husseins, fyrrum Íraksforseta, verði líflátnir einhvertímann í vikunni. Þetta segja írösk stjórnvöld þrátt fyrir að Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafi kallað eftir því að mennirnir verði ekki teknir af lífi.

Ali al-Dabbagh, talsmaður Íraksstjórnar, segir að þegar sé búið að undirrita líflátstilskipanir fyrir Barzan al-Tikriti og Awad al-Bandar, og að ákvörðuninni verði ekki snúið.

Aftakan á Saddam Hussein hefur verið gagnrýnd víða um heim.

Tikriti, sem var yfirmaður leyniþjónustunnar undir stjórn Husseins, og Bandar, sem er fyrrum yfirdómari í Írak, voru sakfelldir ásamt Hussein fyrir þeirra þátt í því að 148 sjíta í bænum Dujail voru myrtir á níunda áratugnum.

Dabbagh sagði að þrátt fyrir að Íraksstjórn virði sjónarmið SÞ þá verði hún jafnframt að virða fórnarlömb Husseins og samverkamanna hans.

Barzan al-Tikriti, hálfbróðir Saddams Husseins, var yfirmaður leyniþjónustu Íraks.
Barzan al-Tikriti, hálfbróðir Saddams Husseins, var yfirmaður leyniþjónustu Íraks. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert