Skipstjóri indónesíska sjóhersins segist hafa séð mikið magn af málmi á hafsbotninum en ekki er enn ljóst hvort um hina týndu farþegaþotu er að ræða. Skip frá bandaríska sjóhernum er einnig á leið til leitar með öflugum sónartækjum á þeim stað þar sem líklegt er talið að þotan hafi hrapað miðað við þann stað þar sem síðast heyrðist frá henni.
Bandarískir sérfræðingar skoða einnig gervihnattamyndir frá Sulawesi-eyju í leit að þotunni sem hvarf fyrir viku síðan með 102 manns í mjög slæmu veðri.