Hvít-Rússar sakaðir um olíustuld

Olíustöð í Hvíta-Rússlandi.
Olíustöð í Hvíta-Rússlandi. Reuters

Rússneska olíuflutningafyrirtækið Transneft sakaði í morgun Hvít-Rússa um að stela olíu úr olíuleiðslu sem liggur um landið frá Rússlandi til landa í Vestur-Evrópu. Framkvæmdastjóri Transneft, Semyon Vainshtok sagði að Hvít-Rússar hefðu byrjað að tappa olíu á laugardaginn var og hefðu nú tappað um 79 þúsund tonnum af leiðslunni sem eingöngu er ætluð til að flytja olíu til Vestur-Evrópu.

Orkumálaráðherra Póllands sagði að þar í landi hefði gætt truflunum á olíuflæði í leiðslunni sem liggur um Hvít-Rússland og nefndi hann að Hvít-Rússar ættu í deilu við Rússland um flutningagjöld um leiðsluna.

Rússneska fréttastofan Interfax hefur tilkynnt að Hvít-Rússar hafi stöðvað olíuflutning á rússneskri olíu í gegnum leiðsluna til Þýskalands, Póllands og Úkraínu.

Orkumálaráðherra ESB sagðist vera að hugsa um að boða til sérstaks fundar orkusérfræðinga aðildarríkja ESB til að ræða hugsanlegan olíuskort og birgðastöðu.

Pólland mun hafa birgðir til 70 daga og Þýskaland til 130 daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert