Kókaín í bananakössum í matvöruverslunum

Starfsmenn í tveimur matvöruverslunum í bæjunum Hoensbroek og Brunssum í Hollandi urðu heldur hissa þegar þeir fundu 50 kíló af kókaíni meðal banana sem verið var að taka úr kössum og átti að selja í versluninni. Eiturlyfin eru talin vera allt að fjögurra milljóna evra virði, eða sem svarar tæplega 360 milljónum króna.

Lögregluyfirvöld telja víst að mistök hjá innflutningsaðila hafi orðið til þess að sendingin fór til verslana áður en smyglararnir náðu að fjarlægja eitrið úr sendingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert