Minnsta ríki í heimi til sölu

Minnsta ríki í heimi er til sölu. Um er að ræða 550 fermetra stóran stálpall sem stendur á tveimur stólpum sem steyptir eru niður á botn Norðursjávar um 11 km austur af enska hafnarbænum Harwich. Ríkið, sem nefnist Sealand, var lýst sjálfstætt árið 1967 og fyrir liggur úrskurður bresk dómara á því að það tilheyri ekki breskri lögsögu. Þetta kemur fram á danska fréttavefnum Erhverv pa Nettet.

Pallurinn var reistur árið 1941 og þjónaði hann sem lendingarstaður í síðari heimsstyrjöldinni. Fyrir fjörutíu árum flutti bresku höfuðsmaðurinn Paddy Roy Bates þangað með fjölskyldu sína. Í kjölfarið lýsti hann yfir sjálfstæði Sealand og tók upp titilinn prins Roy. Sett voru lög á Sealandi árið 1974 og síðar eignaðist ríkið bæði sinn eigin fána og þjóðsöng. Þá eru gefin út vegabréf fyrir íbúa þess auk þess sem sérstakur gjaldmiðill er notaður þar, en gengi hans er þó tengt gengi bandaríska dollarans.

Þá hefur ýmislegt gengið á í sögu ríkisins og m.a. var prins Michael, syni prins Poy, eitt sinn rænt af hollenskum og þýskum kaupsýslumönnum sem voru þar í heimsókn. Mannræningjarnir voru þó yfirbugaðir og teknir sem stríðsfangar en þeim var síðan sleppt úr haldi.

Í júní á síðasta ári kom síðan upp eldur á pallinum og brann þá stór hluti þeirra bygginga sem þar stóðu. Í kjölfarið ákváðu prinsinn og fjölskylda hans að selja ríki sitt.

„Við höfum átt eyjuna í fjörutíu ár og faðir minn er orðinn 85 ára. Það er kominn tími til að yngra fólk taki við,” segir Michael sonur Rioy,l sem titlar sig prinsinn af Sealand í viðtali við dagblaðið The Times.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert