Nýtt myndband af líki Saddams birt á netinu

Nýtt myndband af líki Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, birtist á netinu í kvöld. Er þetta í annað skipti, sem ópinbert myndband af aftöku Saddams er birt á netinu og eins og það fyrra virðist þetta vera tekið með myndavélarsíma.

Myndbandið er 27 sekúndna langt og var birt á íraskri netfréttasíðu, sem styður Baath-flokk Saddams. „Ný mynd af hinum ódauðlega píslarvotti, Saddam Hussein forseta," segir í fyrirsögn með tengli á myndbandið.

Þar sést nærmynd af líki Saddams, sem er vafið í lak. Þegar myndavélin kemur að höfðinu er lakið tekið frá og sést gapandi sár á hálsinum. Einnig sjást blóðflekkir á lakinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert