Yfirmenn á öryggissviði bresku leyniþjónustunnar (MI5) munu hleypa af stokkunum kerfi sem sendir hryðjuverkaaðvaranir í tölvupósti til almennings. Kerfið gerir fólki nú kleift að skrá sig inn á vefsíðu MI5 og óska eftir að fá fréttir af því þegar viðbúnaðarstiginu vegna hryðjuverkaógnar í Bretlandi er breytt.
Fram kemur á fréttavef BBC, að breska leyniþjónustan hafi ákveðið að sýna þetta frumkvæði í kjölfar þess að áhugi almennings jókst afar mikið þegar svipaðar upplýsingar fóru að birtast á vefsvæðum MI5 og breska innanríkisráðuneytisins í ágúst sl.
Eliza Manningham-Buller, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar, varaði nýlega við því að leyniþjónustan ynni nú að því rekja slóðir a.m.k. 30 hryðjuverkaáforma í Bretlandi.
Leyniþjónustan segir að það hafi lengi legið fyrir að grípa til þessara aðferða við að upplýsa almenning.