Trúarhópar mótmæla í London

Þinghúsin í London.
Þinghúsin í London. Reuters

Kristnir, gyðinglegir og múslímskir trúarhópar hyggjast mótmæla fyrir utan breska þingið í London kvöld með logandi kyndlum til að freista þess að koma í veg fyrir að öldungadeildin mæli með lögum sem banni mismunun samkynhneigðra í samfélaginu. Þeir sem skipuleggja mótmælin segja að lögin hefti réttindi þeirra til að lifa samkvæmt trúarsannfæringu þeirra.

Samkvæmt fréttavef BBC er reiknað með mörg þúsund þátttakendum í mótmælunum í kvöld.

Samkvæmt lögunum yrðu til dæmis hótel sótt til saka fyrir að neita að hýsa samkynhneigða og bannað yrði að neita að leigja sali undir samkynhneigðar brúðkaupsveislur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert