Bandaríski herinn gerði fleiri loftárásir á meint hreiður al-Qaida hryðjuverkamanna í suðurhluta Sómalíu í morgun. Talsmaður ríkisstjórnar landsins sagði að Bandaríkjamenn hefðu varpað sprengjum á svæðið en gaf ekki upp frekari upplýsingar.
Samkvæmt fréttavef Sky fréttastofunnar í morgun hafa Bandaríkjamenn haldið áfram árásum sínum á suðurhluta landsins en þangað hafa Íslamistar flúið.
Margir hafa látist í kjölfar loftárásanna en forseti Sómalíu hefur varið árásarstefnu Bandaríkjamanna og farið fram á frekari aðgerðir þeirra á jörðu niðri.