Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), Jaap de Hoop Scheffer, mun gegna starfi framkvæmdastjóra bandalagsins næstu tvö árin eða til ársins 2009. Þetta var ákveðið á fundi framkvæmdastjórnar NATO í dag, samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar.
Jaap de Hoop Scheffer, sem áður var utanríkisráðherra Hollands, tók við starfi framkvæmdastjóra NATO í janúar 2004. Mun hann gegna starfinu fram yfir sextíu ára afmæli Atlantshafsbandalagsins árið 2009, samkvæmt heimildum AFP.