Nýjar áherslur Bush vekja litla hrifningu

Áætlun Bush um að senda aukið herlið til Bagdad er til marks um nýjar áherslur forsetans í stríðsrekstrinum í Írak og þykir fréttaskýrendum í Bandaríkjunum hann taka töluverða áhættu með því að senda fleiri hermenn þangað þegar sífellt fleiri Bandaríkjamenn þrýsta á að fækkað verði í herliðinu í Írak.

Bush sagði í sjónvarpsávarpi sínu að þró að þrýst væri á um fækkun þá teldi hann að afleiðingar af því að Bandaríkjunum mislukkist ætlunarverk sitt í Írak svo slæmar að hann líti svo á að Bandaríkin hefðu ekki efni á að tapa stríðinu.

Hann sagði að ef Bandaríkin yfirgæfu Írak núna þá myndi glundroði ríkja í Miðausturlöndum og það myndi kalla á hryðjuverkaárásir á Bandaríkin og hvetja Írani til að þróa kjarnorkuvopn.

Samkvæmt New York Times eru þingmenn demókrata að leggja drögin að samþykkt sem mótmælir frekari aukningu bandarísks herafla í Írak sem þeir telja vera tapað stríð. Telur blaðið að einhverjir repúblikanar muni einnig skrifa undir slíka samþykkt og muni einnig taka til fleiri aðgerða til að stöðva hina nýju stefnu Bush í stríðinu í Írak.

Bandaríska þjóðin þrýstir á fækkun í herliðinu í Írak frekar …
Bandaríska þjóðin þrýstir á fækkun í herliðinu í Írak frekar en fjölgun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert