Blair: Meira fé veitt til hernaðarmála

Tony Blair flytur ræðu sína um borð í HMS Albion
Tony Blair flytur ræðu sína um borð í HMS Albion AP

Tony Blair, forsætisráðherra Breta, hét því í dag að efla hernaðarmátt Breta á heimsvísu, til að berjast gegn hryðjuverkum. Varaði Blair jafnframt við því að það að slaka á baráttunni jafngilti hörmungum. Blair sagði þetta í ræðu sem hann hélt fyrir ráðherra, erindreka og yfirmenn breska hersins um borð í herskipinu HMS Albion í Plymouth á Englandi.

Líkti Blair baráttunni við hryðjuverk við baráttu gegn öfgamönnum á upphafsárumn kommúnismans og sagði að verkefnið kræfist bæði hernaðarmáttar og lipurlegra diplómatasamninga. Hét hann því að meira fé yrði í náinni framtíð veitt til hernaðarmála í Bretlandi, án þess að skýra frá þeim fyrirætlunum nákvæmlega.

Sagði Blair að þótt herinn væri almennt vel búinn þá væri mikilvægara en nokkru sinni áður að svara kvörtunum frá hernum þar sem meira væri krafist af honum en áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert