Carl Bildt sleppur við rannsókn

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía sleppur við frekari rannsókn á verðbréfaviðskiptum …
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía sleppur við frekari rannsókn á verðbréfaviðskiptum sínum. Reuters

Sænski ríkissaksóknarinn, Christer van der Kwast, gaf út þá yfirlýsingu í dag að ekki yrði farið út í frekari rannsókn á verðbréfaviðskiptum utanríkisráðherrans, Carl Bildt. Í samantekt um málið kemur fram að saksóknarinn telur að ekki sé hægt að sanna að forkaupsréttur að verðbréfum sem honum bauðst við starfslok hjá Vostok Naftas hafi verið mútur.

Samkvæmt Dagens Nyheter kemur fram að þó að það gæti litið út fyrir það frá þröngu sjónarhorni séð þá telur saksóknarinn ekki ástæðu til að rannsaka málið frekar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert