Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra í Frakklandi, var í dag formlega útnefnur frambjóðandi hægrimanna í komandi forsetakosningum. UMP-flokkurinn, sem situr við stjórnartaumana í Frakklandi, greindi frá því að Sarkozy hefði hlotið stuðning hátt í 70 af hundraði skráðra flokksfélaga í atkvæðagreiðslu.
Forsetakosningarnar fara fram í apríl og maí, og mun Sarkozy þar etja kappi við Segolene Royal, frambjóðanda sósíalista. Sigri Royal verður hún fyrsta konan til að verða forseti Frakklands.