Sarkozy formlega útnefndur forsetaframbjóðandi hægrimanna

Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra í Frakklandi, var í dag formlega útnefnur frambjóðandi hægrimanna í komandi forsetakosningum. UMP-flokkurinn, sem situr við stjórnartaumana í Frakklandi, greindi frá því að Sarkozy hefði hlotið stuðning hátt í 70 af hundraði skráðra flokksfélaga í atkvæðagreiðslu.

Forsetakosningarnar fara fram í apríl og maí, og mun Sarkozy þar etja kappi við Segolene Royal, frambjóðanda sósíalista. Sigri Royal verður hún fyrsta konan til að verða forseti Frakklands.

Nicolas Sarkozy.
Nicolas Sarkozy. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert