George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur komið hernaðaráætlun sinni í Íraks til varnar. Hann var kokhraustur þegar hann sagði við sjónvarpsfréttamann að andstæðingar hans á þingi muni ekki draga úr staðfestu hans.
Bush sagði í viðtali við fréttaskýringarþátt CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, 60 Minutes að mistök í Írak muni styrkja Íran og það myndi ógna friði í heiminum.
Báðar þingdeildir Bandaríkjaþings, sem eru undir stjórn demókrata, hafa sagst ætla að greiða atkvæði um fyrirhugaða áætlun að senda fleiri hermenn til Íraks.
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, skaut hörðum skotum á andstæðinga sína er hann sagði að Bandaríkjaþing gæti ekki náð árangri í því að heyja „stríð með nefndum“.
Cheney hefur bæst í hóp þeirra háttsettra embættismanna Bandaríkjastjórnar sem hafa opinberlega gagnrýnt Írana fyrir draga úr stöðugleika í Írak.
Hann hvatti Írana til þess að „halda fólkinu sínu heima“, en orðum sínum vísaði Cheney til þeirra grunsemda sem Bandaríkin hafa varðandi það að Byltingaher Írans stundi æfingar í Írak og útvegi uppreisnarmenn úr röðum sjíta vopn.