Írösk stjórnvöld staðfestu í morgun, að Barzan Ibrahim al-Tikriti og Awad Ahmed al-Bandar, fyrrum samverkamenn Saddams Husseins, hefðu verið teknir af lífi í dögum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Sagði Ali al-Dabbagh, talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar, að Barzan hefði verið afhöfðaður þegar hann var hengdur og sagði að það hefði verið „verk guðs."
Barzan, sem var hálfbróðir Saddams og fyrrum yfirmaður leyniþjónustu Íraks, og al-Bandar, sem var forseti byltingardómstólsins svonefnda, voru ásamt Saddam dæmdir til dauða fyrir að morð á 148 sjía-múslimum í bænum Dujail árið 1982 í kjölfar banatilræðis við Saddam.
Ali al-Dabbagh sagði að saksóknari, dómari og læknir hefðu verið viðstaddir aftökurnar í morgun. Hann upplýsti að höfuð Barzans hefði slitnað frá bolnum við aftökuna og sagði að slíkt væri sjaldgæft.