Maður sem hafði verið fundinn sekur um mannrán var í dag tekinn af lífi af írönskum stjórnvöldum á torgi í borginni Qom, sem er höfuðborg klerkastjórnarinnar, í Íran. Maðurinn var hengdur fyrir framan hóp fólks sem fagnaði aftökunni. Auk þess að hafa verið fundinn sekur um mannrán var maðurinn, sem var 33 ára, fundinn sekur um að hafa átt í siðlausu sambandi við tvítugan mann.
Írönsk yfirvöld hafa þegar tekið 11 manns af lífi á þessu ári.
Samkvæmt talningu AFP-fréttastofunnar voru 154 teknir af lífi í fyrra.
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að 94 hafi verið líflátnir í Íran árið 2005.
Meðal glæpa í Íran þar sakborningar mega búast við dauðarefsingu má nefna morð, nauðgun, vopnuð rán, afneitun trúarbragða, guðlast, stórfelldur fíkniefnaflutningur, samkynhneigð, hórdómur, landráð og njósnir.