Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð

Flóttamenn frá Rúanda á leið til síns heima frá Zaire …
Flóttamenn frá Rúanda á leið til síns heima frá Zaire og Tansaníu árið 1996. Morgunblaðið/ Þorkell

Dómsstóll Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest dóm undirréttar yfir fyrrverandi fjármálaráðherra Rúanda. Í júlí 2004 var Emmanuel Ndindabahizi dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu.

Á þriggja mánaða tímabili árið 1994 voru yfir átta hundruð þúsund manns teknir af lífi í þjóðarmorðum í Rúanda. Flestir þeirra voru tútsar.

Ndindabahizi var handtekinn í Belgíu í júlí 2001 en þar hafði hann beðið um hæli sem flóttamaður. Hann var ákærður fyrir þátt sinn í þjóðarmorðunum í október 2001.

Alls hefur stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna dæmt í 31 máli hvað varðar þjóðarmorðin í Rúanda. Þar af hefur verið sýknað í fimm málum frá því að dómstóllinn tók til starfa í nóvember 1994. 27 mál eru í gangi hjá dómstólnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert