Obama stígur fram í forsetaframboðsslaginn

Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama.
Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama. Reuters

Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama tilkynnti í dag að hann hefði lagt inn umsókn til kosningastjórnar sem myndi gera honum kleift að sækjast eftir því að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum á næsta ári. Þar með tók hann fyrsta skrefið í átt að forsetakosningunum og þeim möguleika að verða fyrsti svarti forseti Bandaríkjanna.

Obama tilkynnti í myndskeiði á vefsíðu sinni að hann hefði lagt inn umsókn sína og sagðist ætla að reyna að ná sæti forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins úr höndunum á fyrrum forsetafrú og öldungadeildarkonunni Hillary Clinton þegar og ef hún tilkynnir framboð sitt.

Obama sem er 45 ára á föður frá Kenýa en hvíta móður frá Kansas. Hann hefur verið öldungadeildarmaður í tvö ár og er fjórði frambjóðandinn sem keppist um að verða forsetaframbjóðandi Demókrata á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka