54 látnir í vonskuveðri í Bandaríkjunum

Frá McAlester í Oklahoma
Frá McAlester í Oklahoma AP

Hundruð manna haf­ast við í neyðar­skýl­um og um 340 þúsund heim­ili og vinnustaðir eru án raf­magns eft­ir að vonsku­veður gekk yfir níu ríki í Banda­ríkj­un­um. Að minnsta kosti 54 hafa lát­ist í veðrinu. Bapt­i­sta­kirkja í McA­lester í Okla­homa-ríki er yf­ir­full af fólki sem hír­ist und­ir tepp­um en flest­ir íbú­ar þessa 18 þúsund manna bæj­ar hafa verið án raf­magns í fjóra sól­ar­hringa.

Á vef CNN kem­ur fram að áfram er gert ráð fyr­ir að kalt verði í veðri þar til á morg­un eða föstu­dag í Okla­homa og fleiri ríkj­um Banda­ríkj­anna.

Í bæn­um Buffalo í Mossouri-ríki er nán­ast allt lokað, versl­an­ir, bens­ín­stöðvar og veit­ingastaðir þannig að íbú­ar geta ekki út­vegað sér helstu nauðsynj­ar. Íbúi í Buffalo sagði í sam­tali við CNN að á þeim fimm­tíu árum sem hann hafi búið í bæn­um hafi hann aldrei upp­lifað ann­an eins veður­ham. Ekk­ert raf­magn hef­ur verið á bæn­um frá því á laug­ar­dag og á sunnu­dag tæmd­ust vatnstank­ar bæj­ar­ins.

Í Kali­forn­íu er talið að þrír fjórðu hlut­ar sítrusávaxta­upp­skeru hafi eyðilagst í kuld­an­um. Hef­ur Arnold Schw­arzenegger, rík­is­stjóri Kali­forn­íu, óskað eft­ir stuðningi al­rík­is­stjórn­ar­inn­ar við neyðaraðstoð. Önnur ávaxta- og græn­met­is­rækt í Kali­forn­íu hef­ur ekki farið var­hluta af skemmd­un­um vegna veðurs­ins.

Frá Washington-ríki
Frá Washingt­on-ríki AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka