Vísindamaðurinn Stephen Hawking sagði í dag að mannkyninu stafaði meiri hætta af loftslagsbreytingum en hryðjuverkastarfsemi í heiminum. Ýmsir þekktir vísindamenn ætla á næstunni að ýta stóra vísinum á dómsdagsklukkunni - sem táknar hættuna á atómstyrjöld - nær miðnætti.
Þetta verður í fjórða sinn frá lokum kalda stríðsins sem klukkan hefur tekið skref nær miðnætti, og Hawking sagði að vísindamönnunum bæri skylda til að vara meðborgara sína við þeirri óþarfa áhættu sem heimsbyggðin byggi við á degi hverjum.