Maóistar í Nepal byrjaðir að afvopnast

Uppreisnarmenn Maóista sjást hér við heræfingar fyrr í þessum mánuði.
Uppreisnarmenn Maóista sjást hér við heræfingar fyrr í þessum mánuði. Reuters

Hersveitir Maóista í Nepal eru byrjaðar af afvopnast undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna í dag, en þetta er lykilþáttur í því friðarsamkomulagi sem hefur náðst að sögn leiðtoga Maóista.

Fyrrum uppreisnarmennirnir munu afhenda SÞ vopnin sem munu skoða þau og skrá. Þá mun hver og einn fyrir sig setja sitt vopn í ílát sem SÞ sér um að loka.

Að sögn embættismanns hjá SÞ eru Maóistarnir ekki að afsala sér vopnunum heldur eru SÞ aðeins að geyma vopn þeirra.

Fjölmiðlar hafa ekki fengið að fylgjast með afvopnunarferlinu í herbúðum Maóista, sem er í um 200 km fjarlægð suðvestur af Katmandú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka