Mikið óveður geisar í Þýskalandi; fólki ráðlagt að halda sig innandyra

Hér má sjá gervihnattamynd frá þýsku veðurstofunni sem var tekin …
Hér má sjá gervihnattamynd frá þýsku veðurstofunni sem var tekin klukkan 9 að staðartíma. Kyril er merktur með rauðu. AP

Mikið óveður er nú skollið á í Þýskalandi. Varað hefur verið við því að vindhraðinn geti náð 150 km hraða og ollið gríðarlegum skemmdum. Þýskir veðurfræðingar hafa ráðlagt fólki að halda sig innandyra og loka öllum gluggum.

Óveðrið, sem ber nefnið „Kyril“, færist nú yfir vesturhluta Þýskalands og það ætti að skella á Berlín í kvöld.

Þýska flugfélagið Lufthansa býst við því að þurfa að fresta eða hætta við flug vegna óveðursins. Þá er jafnframt búist við miklu hvassviðri í Norður-Frakklandi.

Mjög hvasst er í Frankfurt sem og víða annars staðar …
Mjög hvasst er í Frankfurt sem og víða annars staðar í Þýskalandi. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert