Árangur sagður hafa náðst í kjarnorkuviðræðum N-Kóreu og Bandaríkjanna

Norður-kóreskir embættismenn sjást hér veifa til Christopher Hill, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, …
Norður-kóreskir embættismenn sjást hér veifa til Christopher Hill, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir fund þeirra í Berlín á miðvikudag. Reuters

Norður-Kórea segir viðræður við Bandaríkin varðandi kjarnorkuvopnaáætlun landsins hafi miðað áfram. Samkomulag náðist milli landanna sem hittust á fundi í Berlín í þessari viku, að því er talsmaður n-kóreska utanríkisráðuneytisins greindi frá.

Fréttaskýrandi BBC í Suður-Kóreu segir yfirlýsingu N-Kóreu vera óvenjulega jákvæða.

Aðalsamningamaður Bandaríkjanna í viðræðunum, Christopher Hill, er kominn til S-Kóreu til að undirbúa nýja lotu sex-ríkja viðræðnanna varðandi kjarnorkuáætlun N-Kóreu.

Viðræðurnar hófust á nýjan leik í desember sl. eftir að hafa legið niðri í rúmt ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert