Litlar líkur á að smáeyja verði griðland nútímasjóræningja

Sænska fyr­ir­tækið Pira­te Bay íhug­ar nú að falla frá áform­um sín­um um að kaupa stál– og steypu­eyj­una Sea­land sem ligg­ur 12 míl­um (19 km) úti fyr­ir strönd Bret­lands en fyr­ir­tækið hef­ur hafið fjár­söfn­un á Net­inu til að fjár­magna kaup­in. For­svars­menn Pira­te Bay höfðu hugsað sér að nota eyj­una til að skapa nú­tíma­sjó­ræn­ingj­um ör­uggt skjól þar sem þeir töldu að eng­in höf­und­ar­rétt­ar­lög giltu á eyj­unni. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Þegar höfðu safn­ast 18.478 Banda­ríkja­doll­ar­ar til kaup­anna á eyj­unni en ólík­legt er að af þeim verði þar sem sér­fræðing­ar hafa bent á að eyj­an falli und­ir bresk lög jafn­vel þótt nú­ver­andi eig­andi henn­ar hafi lýst yfir sjálf­stæði henn­ar.

„Sea­land ligg­ur 12 míl­um úti fyr­ir strönd Bret­lands og árið 1987 færði Bret­land lög­sögu sína út í 12 míl­ur. Þetta þýðir að bresk lög gilda á Sea­land og það á einnig við um höf­und­ar­rétt­ar­lög­in. Á þessu leik­ur eng­inn vafi," seg­ir Robin Churchill, pró­fess­or í alþjóðalög­um við Dundee há­skóla. „Þetta er al­ger vit­leysa. Til að land geti verið sjálf­stætt þarf það að hafa íbúa, starf­andi stjórn og vera viður­kennd af öðrum þjóðum. Það er ekki til sú þjóð sem viður­kenn­ir Sea­land.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert