Versti dagur ársins í vændum

Rússneskir feðgar baða sig í kaldri á í Moskvu í …
Rússneskir feðgar baða sig í kaldri á í Moskvu í minningu þess er Jóhannes skírari skírði Jesús. AP

Næst­kom­andi mánu­dag mun skamm­deg­isþung­lyndi vetr­ar­ins ná dýpstu lægðum sam­kvæmt út­reikn­ing­um bresks sál­fræðings sem veit­ir m.a. trygg­inga­fé­lög­um ráðgjöf. Sál­fræðing­ur­inn dr. Cliff Arnalls hef­ur nefnt dag­inn „öm­ur­lega mánu­dag­inn” enda seg­ir hann um erfiðasta og jafn­framt hættu­leg­asta dag árs­ins að ræða. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Í út­reikn­ing­ur sín­um tek­ur Arnalls það m.a. með í reikn­ing­inn að Á þess­um árs­tíma hafi fólk hvað mest­ar fjár­hags­á­hyggj­ur vegna um­frameyðslu í kring um jól­in. Þá seg­ir hann fólk þjást af sekt­ar­kennd vegna ný­árs­heita sem þegar séu far­in í vaskinn, auk þess sem vinnuþreyta, myrk­ur og erfitt veðurfar dragi fólk niður.

Trygg­ing­ar­fé­lagið Pri­vi­le­ge Ins­urance, hef­ur á grund­velli þessa hvatt fólk til þess að fara sér­stak­lega var­lega í um­ferðinni næsta mánu­dag. Þá bend­ir fé­lagið á að töl­fræði und­an­far­inna ára sýni að 48% breskra bíl­stjóra séu mun svifa­seinni og meir utan við sig á þess­um árs­tíma en öðrum auk þess sem mun minna þurfi til að ergja þá. Allt dragi þetta úr ör­yggi þeirra og annarra veg­far­enda í um­ferðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka