70 látnir og 110 særðir í bílsprengjuárásum í Bagdad

Sjúkraflutningamenn flytja látna af tilræðisstaðnum í morgun.
Sjúkraflutningamenn flytja látna af tilræðisstaðnum í morgun. AP

Að minnsta kosti sjötíu létust og 110 særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu í miðborg Bagdad. Sprengjurnar sprungu á markaði í Haraj um klukkan níu að íslenskum tíma. Í kjölfarið fylgdi skothríð en ekki er vitað nánar um atvik mála. Mikil mannfjöldi sækir Haraj-markaðinn heim á hverjum degi en þar eru seld raftæki, fatnaður og lyf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert