Á hjólabretti yfir þvera Ástralíu

Cornthwaite á ferðinni í september.
Cornthwaite á ferðinni í september. Reuters

Bretinn David Cornthwaite lauk í dag 5.820 km hjólabrettareið sinni yfir þvera Ástralíu, frá Perth á vesturströndinni til Brisbane á austurströndinni, en hann hóf ferðina í ágúst.

Cornthwaite er 27 ára og var grafískur hönnuður þegar hann tók upp hjólabrettareið fyrir tæpum tveim árum. Hann ákvað að leggja í þessa langferð einn morguninn þegar hann vaknaði og gerði sér grein fyrir því að hann hataði starfið sitt.

„Það hvarflaði að mér að það eina sem héldi mér gangandi væri að fara á brettinu í og úr vinnu. Ég rak aukun í Lonly Planet-bók um Ástralíu og aftan á kápunni var kort, Perth örðu megin og Brisbane hinu megin, og þá datt mér þetta í hug,“ sagði Cornthwaite.

Ýmislegt hefur drifið á daga hans í ferðalaginu, hann hefur orðið að sneiða hjá stórum snákum og flýja undan emú.

Blöðrur og fleiri fótamein hafa kvalið hann svo að segja stöðugt undanfarnar sex vikur og þar sem hitinn hefur verið um og yfir 40 gráður hefur hann klárað úr rúmlega tíu túbum af sólarvörn með stuðulinn 30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert