Talið er að um það bil 100 bílar hafi lent í árekstri á hraðbrautinni við Køge á Sjálandi, suður af Kaupmannahöfn. Að sögn lögreglu er mikil hálka á vegum vegna ísingar og eru Danir hvattir til að vera ekki á ferð að óþörfu.
Fram kemur á fréttavef Nyhedsavisen, að björgunarmenn hafi þurft að nota klippur til að ná fólki úr bílum og ljóst að einhverja þarf að flytja á sjúkrahús.