Hillary Clinton hefur afgerandi forskot meðal demókrata

Hilary Clinton með börnum í New York í gær.
Hilary Clinton með börnum í New York í gær. Reuters

Hillary Cl­int­on nýt­ur mun meira fylg­is meðal demó­krata en aðrir sem sóst hafa eft­ir út­nefn­ingu til for­setafram­bjóðanda flokks­ins, sam­kvæmt skoðana­könn­un sem Washingt­on Post birti í gær.

41% demó­krata sem þátt tóku í könn­un­inni vildu helst að Cl­int­on yrði for­setafram­bjóðandi, en helsti keppi­naut­ur henn­ar, Barack Obama, naut fylg­is 17 af hundraði.

John Edw­ards, sem vara­for­seta­efni 2004, var í þriðja sæti með 11%, Al Gore í fjórða með 10% og John Kerry naut átta pró­senta fylg­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert