Sjaldgæf sjón á himni í Björgvin

Sjaldgæf sjón sást á himninum yfir Björgvin í Noregi í gær en þá stytti upp og sást til sólar eftir að rignt hafði á hverjum degi í 85 daga í röð. Borgarbúar eiga þó von á að aftur sæki í sama farið því spáð er rigningu aftur í kvöld.

Þrátt fyrir þetta langa regntímabil vantar þó talsvert á að 20 ára gamalt rigningarmet hafi verið slegið en árið 1986 rigndi í 103 daga í röð.

Annað met kann þó að vera í hættu því ef 27 millimetrar bætast við úrkomuna það sem af er janúar hefur úrkoman aldrei verið meiri þrjá mánuði í röð, eða 1389 millimetrar samtals.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert