Solana brugðið yfir útbreiðslu byggða gyðinga á Vesturbakkanum

Horft yfir á Vesturbakkann yfir aðskilnaðrmúr Ísraela.
Horft yfir á Vesturbakkann yfir aðskilnaðrmúr Ísraela. AP

Javier Solana, sem fer með utanríkismál innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist sleginn yfir því hversu mikil uppbygging hefur orðið í byggðum gyðinga á Vesturbakkanum að undanförnu. Þá hvetur hann Ísraela til að hætta stækkun og uppbyggingu þeirra og til að hætta byggingu aðskilnaðarmúrsins. Solana kveðst jafnframt vonast til þess að þessar framkvæmdir Ísraela muni ekki stand í vegi fyrir samkomulagi um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

“Ég fékk tækifæri til að fara um austurhluta Jerúsalem og til Abu Dis og nágrennis. Manni bregður í hvert sinn sem maður fer þarna og sér breytingarnar til hins verra. Veggurinn er lengra á veg kominn og landnemabyggðirnar stærri,” sagði Solana sem nú er staddur í Jórdaníu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert