Al-Zawahiri hæðist að Bush

Ayman al-Zawahiri.
Ayman al-Zawahiri. AP

Aym­an al-Zawahiri, næ­stráðandi Osam­as bin Ladens, leiðtoga al-Qa­eda hryðju­verka­sam­tak­anna, hæðist að áform­um Geor­ges W. Bush, Banda­ríkja­for­seta um að senda meira herlið til Íraks. Seg­ir al-Zawahiri, að myndi engu skipta þótt Bush sendi all­an Banda­ríkja­her til Íraks því hann yrði þurrkaður út.

Mynd­bandið birt­ist á net­inu seint í gær­kvöldi. Þar sak­ar al-Zawahiri einnig Banda­ríkja­menn um að standa á bak við það að Eþíóp­íu­her fór inn í Sómal­íu til að berj­ast við íslam­ista og hét því, að íslamsk­ar her­sveit­ir muni brjóta Eþíóp­íu­menn á bak aft­ur.

„Í síðustu ræðu sinni, sagði Bush að hann myndi senda 20 þúsund her­menn til Íraks. Ég spyr hann: Hvers vegna viltu aðeins senda 20 þúsund her­menn. Hvers vegna send­ir þú ekki 50 þúsund eða 100 þúsund. Veistu ekki, að hund­arn­ir í Írak bíða þess í óþreyju að fá að éta hræ her­manna þinna? Þú ætt­ir að senda all­an þinn her svo bar­daga­menn­irn­ir geti þurrkað hann út og heim­ur­inn verði laus við hann," sagði al-Zawahiri í ávarp­inu, sem er um 15 mín­útna langt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert