Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á meinta al-Qaeda-liða í Sómalíu

Bandarísk AC-130 flugvél.
Bandarísk AC-130 flugvél. Reuters

Bandarísk AC-130-herflugvél gerði á mánudaginn loftárás á meinta al-Qaeda-liða í Suður-Sómalíu, að því er Washington Post greinir frá í dag. Ekki liggi fyrir neinar upplýsingar um árangur árásarinnar eða hvert nákvæmlega skotmarkið hafi verið.

Þetta er í annað sinn á mánuði sem bandaríski herinn gerir loftárás í Sómalíu, en árásin sem gerð var fyrir hálfum mánuði á meinta al-Qaeda-liða var fyrsta opinberlega staðfesta hernaðaraðgerð Bandaríkjamanna í Sómalíu síðan friðargæslu þeirra í landinu lauk með hörmungum 1994.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert