Fylgst með netnotkun starfsmanna í þriðjungi danskra fyrirtækja

mbl.is

Þriðji hver yfirmaður á dönskum vinnustöðum er sagðu fylgjast með netnotkun starfsmanna sinna, vandræði vegna tölvuveira og minnkandi framleiðni er einkum talin orsök þessa. Sala á svokölluðum netsíum hefur þrefaldast í Danmörku á undanförnum misserum, en þær eru notaðar til að loka á óæskilegar vefsíður og láta vita ef starfsmenn reyna að sækja þær. Fréttavefur Berlingske Tidende segir frá þessu.

Vitnað er í Jan Braginski, forstjóra fyrirtækisins Tempest, sem sérhæfir sig í sölu á slíkum netsíum. Algengast er að uppsett kerfi endurspegli stefnu fyrirtækisins í netmálum, og láti t.d. vita ef starfsmenn sækja klámvefi.

Rannsókn sem gerð var á fyrri hluta síðasta árs leiddi í ljós að 24% danskra fyrirtækja hafa lent í veiruárásum sem rekja mátti til einkanotkunar starfmanna á netinu. Þá kom í ljós í 34% danskra fyrirtækja hafa sett upp einhvers konar síur sem skrá netnotkun starfsmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert