Bandaríkjaher heldur áfram loftárásum á Sómalíu

Sómalskir hermenn við alþjóðaflugvöllinn í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.
Sómalskir hermenn við alþjóðaflugvöllinn í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. AP

Bandaríkjaher gerði loftárásir á Sómalíu í gær tveimur dögum eftir að átta menn, sem Bandaríkjaher segir hafa verið liðsmenn al Qaeda samtakanna, létu lífið í loftárá hersins á liðsmenn sómalískra íslamista í suðurhluta landsins á mánudag. Talsmönnum bandarískra yfirvalda ber hins vegar ekki saman um það hvort árásin í gær hafa beinst gegn liðsmönnum íslamista eða al Qaeda liðum sem leynist á meðal þeirra. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

„Við ætlum okkur að ráðast gegn al Qaeda og alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi hvar sem er,” segir Bryan Whitman, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins Pentagon um árásina. „Það er alveg öruggt mál að al Qaeda samtökin ógnar ekki einungis öryggi Bandaríkjanna heldur ógna þau einnig stöðugleika í Sómalíu,” sagði Sean McCormac, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins en Bandaríkjastjórn segir íslamista í Sómalíu halda verndarhendi yfir liðsmönnum al Qaeda sem stóðu á bak við hryðjuverkaárásir sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu árið 1998 og hótel í eigu Ísraela í Kenýa árið 2002.

Michael Ranneberger, sendiherra Bandaríkjanna í Kenýa, hitti Sjeik Sharif Ahmed inn af leiðtogum íslamista í Nairobi í gær og hvatti hann til að ganga til liðs við bráðabrigðastjórnina í Sómalíu. Ahmed, sem er talinn einn af hófsamari leiðtogum íslamista, gaf sig nýlega fram við yfirvöld í Kenýa.

Bandaríski herinn gerði einnig árásir á meinta al-Qaeda-liða í Sómalíu fyrir hálfum´mánuði og var fyrsta opinberlega staðfesta hernaðaraðgerð Bandaríkjamanna í Sómalíu síðan friðargæslu þeirra í landinu lauk með hörmungum 1994.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert