Bandarískur hermaður viðurkennir að hafa myrt íraska fanga

Bandarískir hermenn í Írak.
Bandarískir hermenn í Írak. Reuters

Bandarískur hermaður hefur játað að hafa myrt þrjá íraska fanga á síðasta ári. Corey Clagett, sem er 21s árs, er þriðji hermaðurinn sem játar sekt sína í tengslum við málið. Hann óskaði eftir því að gera samning við hersaksóknara og játaði verknaðinn í framhaldinu.

Hann var einn af fjórum hermönnum sem voru sakaðir um dauðsföllin, en morðin voru fram í skammt frá Tikrit í Norður-Írak í maí í fyrra.

Leiðtogi hópsins, liðþjálfinn Raymond Girouard, mun mæta fyrir herrétt á næstu mánuðum.

Allir hermennirnir tilheyrðu 101. flugdeild Bandaríkjahers.

Samkvæmt samkomulaginu sem náðist viðurkenndi Clagett morð, morðtilraun, samsæri um að fremja morð og samsæri um að trufla réttvísina.

Fyrr í þessum mánuði var einn meðlimur hópsins, Willam Hunsaker, dæmdur í 18 ára fangelsi eftir að hafa játað sekt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert