Líbanon heitið 7,6 milljarða dala aðstoð til uppbyggingar í landinu

Átökin milli Ísraela og Hizbollah ollu gríðarlegri eyðleggingu í Líbanon.
Átökin milli Ísraela og Hizbollah ollu gríðarlegri eyðleggingu í Líbanon. Reuters

Erlend ríki hafa heitið yfirvöldum í Líbanon aðstoð eða lánum sem samsvara 7,6 milljörðum dala. Frá þessu greindi Jacques Chirac, forseti Frakklands, á ráðstefnu í París.

Líbanon hefur átt erfitt uppdráttar við uppbyggingu í kjölfar stríðsátakanna milli Hizbollah-skæruliða og Ísraelshers.

Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, hefur sagt að án hjálparinnar væri framtíð landsins í óvissu.

Aðstoðin kemur í formi beinnar aðstoðar eða lána frá erlendum ríkjum s.s. Bandaríkjunum, Frakklandi, Evrópusambandinu og Saudi-Arabíu.

Yfirvöld í Líbanon höfðust vonast eftir níu milljarða dala framlagi.

Siniora, sem er staddur á ráðstefnunni, þakkaði þeim þjóðum sem sýndu stuðnings sinn í verki, en þjóðirnar er um 40 talsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert