Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótaði i gær að sendiherra Bandaríkjanna í landinu yrði sendur heim ef hann hætti ekki að „skipta sér af innanríkismálum í Venesúela“.
Mikil spenna hefur verið í samskiptum Venesúela og Bandaríkjanna.
Chavez lét þessi orð falla eftir að sendiherrann sagði að bandarísk fyrirtæki og fjárfestar yrðu að fá sanngjarnt verð fyrir hluti þeirra í stærsta símafyrirtækinu í Venesúela, sem Chavez hyggst þjóðnýta.