Mikill meirihluti Ítala styðja aukin lagaleg réttindi samkynhneigðra

Ítalska þjóðin virðist ekki vera því fylgjandi að samkynhneigð pör …
Ítalska þjóðin virðist ekki vera því fylgjandi að samkynhneigð pör fái að ganga í hjónaband. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tveir þriðju Ítala styðja auk­in laga­leg rétt­indi sam­kyn­hneigðra en ein­ung­is 34% styðja það að sam­kyn­hneigðir fái að ganga í hjóna­band. Þetta er niðurstaða nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem birt var í dag. Bú­ist er við því að rík­is­stjórn Prod­is muni leggja fram frum­varp til laga á næstu dög­um þar sem laga­leg­ur rétt­ur sam­kyn­hneigðra er bætt­ur.

58% voru á móti því að sam­kyn­hneigðir fengju að ganga í hjóna­band, sam­kvæmt niður­stöðu könn­un­ar sem Eurispes gerði. 78% eru á móti því að sam­kyn­hneigðir fái að ætt­leiða börn en 13,2% styðja það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert