Mikill meirihluti Ítala styðja aukin lagaleg réttindi samkynhneigðra

Ítalska þjóðin virðist ekki vera því fylgjandi að samkynhneigð pör …
Ítalska þjóðin virðist ekki vera því fylgjandi að samkynhneigð pör fái að ganga í hjónaband. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tveir þriðju Ítala styðja aukin lagaleg réttindi samkynhneigðra en einungis 34% styðja það að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar sem birt var í dag. Búist er við því að ríkisstjórn Prodis muni leggja fram frumvarp til laga á næstu dögum þar sem lagalegur réttur samkynhneigðra er bættur.

58% voru á móti því að samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband, samkvæmt niðurstöðu könnunar sem Eurispes gerði. 78% eru á móti því að samkynhneigðir fái að ættleiða börn en 13,2% styðja það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert