Danskan sýkt af ensku

Umræða um málstefnu verður í danska þinginu á þriðjudag. Danska málnefndin segir það tímabært og varar við sterkum áhrifum frá ensku. Hún vill jafnframt að staða dönskunnar verði skoðuð árlega til að hægt verði að grípa í taumana áður en það verði of seint.

Þetta kemur fram í vefútgáfu danska blaðsins Berlingske Tidende í gær. Danska málnefndin segir að frá 2003 hafi enska rutt sér æ meira til rúms sem kennslumál á framhaldsskólastigi í Danmörku. Niels Davidsen-Nielsen, prófessor og formaður nefndarinnar, segir að enskan hafi náð yfirhendinni og verði ekkert að gert verði danskan ekki fullkomlega nothæft samskiptamál á ýmsum sviðum. Að óbreyttu sjái málnefndin fyrir sér samfélag þar sem yfirstéttin notist við ensku en allur almenningur verði á allt öðrum bás.

Álit dönsku málnefndarinnar kom í kjölfar tillögu frá danska þjóðarflokknum um umbætur á lögum um dönsku og danska málnotkun. Þar er meðal annars lagt til að kveðið verði upp úr um það í eitt skipti fyrir öll að í Danmörku skuli töluð danska og engu öðru tungumáli verði gert jafnhátt undir höfði. Danskir jafnaðarmenn hafa einnig lýst því yfir að grípa verði í taumana í þessum efnum og eru með tillögugerð þar að lútandi í bígerð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert