Elsta manneskja í heimi látin

Emma Faust Tillman ásamt afkomendum sínum í síðustu viku.
Emma Faust Tillman ásamt afkomendum sínum í síðustu viku. AP

Emma Faust Tillman, sem varð elsta manneskja í heimi fyrir hálfum mánuði, lést á hjúkrunarheimili í Hartford í Connecticut í Bandaríkjunum í gær, 114 ára að aldri.

Tillman, sem var dóttir fyrrum bandarískra þræla, var útnefnd elsti maður í heimi 14. janúar eftir að Emiliano Mercado del Toro lést en hann varð 115 ára.

Þegar Tillman fæddist var Benjamin Harrison forseti Bandaríkjanna. Hún sá um sig sjálf til 110 ára aldurs. Ættingjar hennar sögðu að hún hefði aldrei reykt né drukkið áfengi, ekki þurft gleraugu og féllst loks á eftir mikla eftirgangsmuni, að nota heyrnartæki.

Tillman var mjög trúuð og þakkaði Guði langlífi sitt fyrst og fremst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka