Sala á bjór jókst um 1,4% í Þýskalandi á síðasta miðað við árið 2005. Seldust árið 2006 í Þýskalandi 10,68 milljarðar lítra, og jókst um 140 milljónir lítra. Ein helsta ástæðan er talin veria heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu, sem fram fór í Þýskalandi á síðasta ári.
Mesta aukningin var í bjór sem blandaður er í gosdrykki, ávaxtasafa eða aðra óáfenga drykki. Sala á slíkum bjór jókst um tæp 18% á síðasta ári og seldust alls 350 milljónir lítra af blönduðum bjór.