Sjálfsmorðsárás í Ísrael

Að minnsta kosti tveir létu lífið í sprengingu í ísraelska strandbænum Eilat í morgun. Að sögn ísraelskra fjölmiðla var um að ræða sjálfsmorðsárás, sem framin var í litlu bakaríi í bænum og sagði ísrelska ríkisútvarpið, að samtökin Heilagt stríð hefðu lýst yfir ábyrgð á tilræðinu.

Ef þetta reynist rétt er um að ræða fyrstu sjálfsmorðsárásina, sem herskáir Palestínumenn hafa gert í Ísrael frá því í apríl 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert