Sjálfsmorðsárás í Ísrael

Að minnsta kosti tveir létu lífið í spreng­ingu í ísra­elska strand­bæn­um Eilat í morg­un. Að sögn ísra­elskra fjöl­miðla var um að ræða sjálfs­morðsárás, sem fram­in var í litlu baka­ríi í bæn­um og sagði ís­r­elska rík­is­út­varpið, að sam­tök­in Heil­agt stríð hefðu lýst yfir ábyrgð á til­ræðinu.

Ef þetta reyn­ist rétt er um að ræða fyrstu sjálfs­morðsárás­ina, sem her­ská­ir Palestínu­menn hafa gert í Ísra­el frá því í apríl 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert