Þrír féllu í sjálfsvígsárás í Ísrael

Frá ferðamannabænum Eliat í Ísrael
Frá ferðamannabænum Eliat í Ísrael Reuters

Þrír féllu í sjálfsvígsárás á bakarí í ferðamannabænum Eilat í Ísrael í morgun. Níu mánuðir eru liðnir frá því slík árás var gerð í Ísrael síðast. Yfirmaður lögreglunnar í bænum segir að allt bendi til þess að sjálfsvígssprengjumaður hafi verið á ferð.

Lögreglan hafði áður greint frá því að um slys væri að ræða. Bakaríið var í lítilli verslunarmiðstöð. Sjúkraliði sem sinnti slösuðum segir í það minnsta þrjá hafa fallið og nokkra slasast. Enn sé leitað að líkum, staðurinn sé rústir einar. Sjálfsvígsárás var seinast gerð í Ísrael 17. apríl 2006 í Tel Aviv. Þar féllu níu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert