Náttúruverndarsinnar sem eltast við japanska hvalveiðimenn hafa boðið þeim 25.000 Bandaríkjadali, sem aðstoðað geti við að að finna hvalveiðiflotann. Paul Watson, forseti umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd, segir hvalveiðimennina nota gervihnattatækni til finnast ekki.
,,Við vitum að þeir keyptu 150.000 dala skipaleitarbúnað, svo okkur grunar að þeir sjái okkur”, segir Watson, sem hefur leitað að hvalveiðimönnunum í þrjár vikur í Suðurhöfum.
Segir Watson ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að forðast gervihnettina, m.a. viti þeir hvenær hnettirnir fljúgi yfir, og hafi falið sig við ísjaka.
Watson leitar nú sex japanskra hvalveiðiskipa á skipunum Farley Mowat og Robert Hunter, auk þyrlu. 70 manns frá fjórtán löndum eru í áhöfn skipanna tveggja,
Watson hefur hótað því að stinga göt á hvalveiðiskipin og þvinga þau þannig til hafnar.
Tíminn er þó naumur og neyðist Watson til að snúa aftur til að taka eldsneyti ef hvalveiðiflotinn finnst ekki innan tveggja til þriggja vikna. Hefur hann því boðist til að veita verðlaun þeim sem aðstoðað getur Sea Shepherd við að finna japönsku hvalveiðimennina.