Réttarhöld varpa ljósi á tilburði ráðamanna til að stjórna fjölmiðlaumræðu

Cathie Martin, fyrrum talskona Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, eftir að …
Cathie Martin, fyrrum talskona Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, eftir að hún bar vitni í málinu í gær. AP

Réttarhöldin yfir Lewis Libby, fyrrum aðstoðarmanni Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna hafa leitt í ljós fléttu, sem minnir hvað mest á þátt í sjónvarpsþáttaröðinni Vesturálman en tilgangur fléttunnar var að hafa áhrif á fjölmiðlaumræðu og draga sem mest úr áhrifum hennar á Cheney.

Eitt af því sem fram hefur komið við réttarhöldin er að bandarísk yfirvöld taka mið af því er þau koma upplýsingum á framfæri hvaða fjölmiðla er auðveldast að hafa áhrif á, hvaða fjölmiðlamenn eiga umbun skilda og hverjir eiga það ekki og hvaða tímasetningar henta best til að koma upplýsingum á framfæri. Þá greindi fyrrum talskona Cheney varaforseta frá því við réttarhöldin að þegar Cheney vantaði tengiliði í fjölmiðlageiranum hafi starfsfólk hans ekki haft neitt slíkt tiltækt.

Mesta athygli hefur lýsing Cathie Martin, fyrrum talskonu Cheney, á kænskubrögðum yfirvalda til að stjórna fjölmiðlaumræðunni vakið en Martin greindi m.a. frá því við réttarhöldin hvernig lekar væru notaðir og hvað réði því hvort embættismenn veittu fjölmiðlum upplýsingar undir nafni eða með nafnleynd.

Við réttarhöldin sagði Martin m.a. að henni hafi ekki þótt það vera þess virði að svara ásökunum pistlahöfundarins Nicholas Kristof, sem skrifaði fyrir New York Times þar sem hann hafi gagnrýnt stjórnina reglulega. Kristof hafði þá greint frá því að bandarískur sendiherra héldi því fram að George W. Bush bandaríkjaforseti hefði hefði misnotað leyniþjónustuupplýsingar til að réttlæta innrá í Írak. Nokkru seinna kom sendiherrann sjálfur, Joseph Wilson, fram í fjölmiðlum og sagði forsetann hafa vitnað í skýrslu með staðhæfingum sem forsetinn hefði átt að vita að hann hefði borið til baka.

Í kjölfar fullyrðinga Wilsons reyndu Cheney, Libby og Martin að koma því í fjölmiðla að Cheney þekkti ekki Wilson og að hann tengdist ekki sendiferð hans til Niger sem umrædd skýrsla fjallaði um. Þá sagðist hún hafa lent í vanda þegar það hafi ekki nægt ekki til til að drepa áhuga fjölmiðla á sögunni enda sé skrifstofa Cheney þekkt fyrir að veita litlar upplýsingar. „Þegar þarna var komið sögu voru fjölmiðlar hættir að hringja,” sagði hún og bætti því við að hún hafi því þurft að hafa samband við þjóðaröryggisráðið til að fá upplýsingar um það hvaða blaðamenn væru að vinna að málinu.

Cheney lét síðan Libby hringja í viðkomandi blaðamenn og samkvæmt Martin var þeim ætlað að skilja það svo að athugasemdirnar væri komnar beint frá Cheney að Libby skyldi hringja fremur en einhver honum lægra settur. Einnig var ákveðið að George Tenet myndi senda frá sér yfirlýsingu og taka á sig ábyrgð á því að Bush skyldi nefna umræddar upplýsingar í stefnuræðu sinni.

Cheney og Libby höfðu hins vegar áhyggjur af því að yfirlýsing Tenet myndi ekki skila nægum árangri og því setti Martin upp eftirfarandi aðgerðaáætlun að beiðni Libby.

- Að láta Cheney koma fram í sjónvarpsþættinum „Meet the Press”.
- Að leka upplýsingum í einn útvalinn fréttamann.
- Að láta Condoleezzu Rice, þáverandi þjóðaröryggisráðherra, eða Donald H. -Rumsfeld, varnarmálaráðherra halda blaðamannafund um málið.
. - Að fá þriðja aðila eða pistlahöfund til að skrifa pistil um málið sem myndi birtast á síðunni á móti leiðara blaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert